Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar.
Aðilar að samtökunum eru félög myndlistarmanna, ljósmyndara, teiknara,
leikmynda- og búningahöfunda, arkitekta, hönnuða og ýmissa annarra
stofnanna og einstaklinga sem fara með höfundarétt myndverka.
Umsóknareyðublöð má finna á vef samtakanna
www.myndstef.is og þar koma einnig fram þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna.
Umsóknarfrestur rennur út 18. ágúst 2012. Umsóknir skulu berast til
skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir
ofangreindan tíma.
Þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir miðjan júní þessa árs
verða að endurnýja þær umsóknir.
Allar nánari upplýsingar gefur Ólöf Pálsdóttir á opnunartíma
skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda
fyrirspurnir á myndstef@myndstef.is