Fréttir

14.6.2012

Guðlaug Geirsdóttir tilnefnd til alþjóðlegra keramíkverðlauna



Verkið Syllur eftir Guðlaugu er nytjaskúlptúr, sem er innblásinn af umhverfi Hítarvatns í Hítardal og gömlu íslensku prjónamynstri.

CERCO er einn stærsti viðburður Spánar á sviði keramiklistar og er þetta í 12. skipti sem hátíðin er haldin. Dómnefnd valdi 33 verk sem kepptu til úrslita og var verk Guðlaugar þeirra á meðal. Verkið verður til sýnis út alla hátíðina sem stendur til 22. júlí.

Guðlaug Geirsdóttir útskrifaðist úr mótunardeild  Myndlistaskólans í Reykjavík árið 2010, en áður hafði hún lokið námi í hönnun frá Tækniskólanum. Guðlaug hélt einkasýninguna Fjallasýn í Handverki og hönnun í fyrra, auk þess sem munir hennar voru til sýnis í Kraumi í tengslum við Hönnunarmars.

Lesa má meira um tilnefningar og hátíðina hér.
















Yfirlit



eldri fréttir