Fréttir

14.6.2012

Undirfatalína Shadow Creatures | Fögnuður í Kiosk



Undirfatalína Shadow Creatures kemur í sölu í verslunina Kiosk á Laugavegi 44, laugardaginn 16. júní. Af því tilefni verður haldinn fögnuður í versluninni milli kl. 15-17 sama dag.

Línan ber heitið ,,Season of the huntress” og er fyrsta undirfatalína Shadow Creatures. Línan vann hönnunarverðlaun Coka Cola Light í fatahönnunarkeppni Reykjavík runway í ágúst 2011 og hönnuðu vinningshafarnir Coca Cola light umbúðir sem vísa í einkenni undirfatalínunnar. Gosdrykkurinn í umbúðum Shadow Creatures kemur í sölu í sumar.

Hönnuðirnir á bakvið merkið Shadow Creatures eru systurnar Sólveig Ragna Guðmundsdóttir og Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir. Sólveig útskrifaðist 2009 með MA í Arkitektúr frá Arkitektaskólanum í Aarhus en Edda er útskrifaðist 2008 með BA gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands. Shadow Creatures stofnuðu þær árið 2010.

www.shadow-creatures.com
















Yfirlit



eldri fréttir