Fréttir

6.6.2012

Opnun sýningarinnar Flóru



Ingunn Þráinsdóttir grafískur hönnuður á Egilsstöðum er höfundur Flóru-icelandic design, en Flóra varð til eftir listamannadvöl Ingunnar í Vesterålen, Norður-Noregi haustið 2010 þar sem Ingunn stúderaði plöntulíf og bar saman við plöntulíf á Austurlandi. Afrakstur vinnustofunnar var heilmikið af teikningum sem þróuðust svo yfir í þrívíðar textílvörur. Myndverk og tauserviettur í Flóru línunni voru sýnd á sýningum víða á Austurlandi og í Norður-Noregi sumarið og haustið 2011.

Flóra er textíllína með silkiþrykktum teikningum af jurtum sem finnast bæði á Austurlandi og í Vesterålen. Textíllínan samanstendur m.a. af tauserviettum með ýmsum mynstrum (meðal annars úr bómull sem handlituð er með sortulyngi), silkiþrykktum viskastykkjum og púðum, þar sem tvinnað er saman silkiþrykktum plöntumynstrum og prjóni úr einbandi. Flóra er unnin úr náttúrulegum efnum, bæði bómull og osnaburg.

www.handverkoghonnun.is
















Yfirlit



eldri fréttir