Mikið hefur verið um
að vera í samkeppnishaldi á vegum Arkitektafélags Íslands undanfarið. Samkeppnismálin eru mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins
og stjórn AÍ og samkeppnisnefnd hafa ákveðið að boða til fundar til að
fara yfir það helsta sem á dagana hefur drifið, hver staða er og hvert
stefnir í samkeppnismálum fimmtudaginn 7. júní klukkan 16:00 í
Tjarnarbíói.
Hægt verður að fá keyptar léttar veitingar við vægu verði á
staðnum og Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt sýnir nýlega endurbyggingu
hússins.
www.ai.is