Málstofa og kynning á norræna samstarfsverkefninu „CO
2 Electrofuels”
mun eiga sér stað þriðjudaginn 12. júní frá kl. 13-17 í Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands Öskju, N132 við Sturlugötu 7.
Í norræna samstarfsverkefninu „CO2 Electrofuels“ er eitt aðalumfjöllunarefnið hvernig nýta má raforku á sem hagkvæmastan hátt til að tvöfalda það magn eldsneytis sem framleiða má úr lífmassa auk umfjöllunar um minnkun raforkunotkunar þegar eldsneyti er framleitt úr kolsýru. Fyrirlesarar koma m.a. frá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa sérþekkingu á framleiðslu eldsneytis og sem vinna að þróun véla fyrir flutningabíla og skip. Annað mikilvægt umfjöllunarefni er hagkvæmni þess að dreifa nýjum eldsneytistegundum um landið.
Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningarform er að finna heimasíðu Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
www.nmi.is