Fimmtán danskar arkitektastofur sýna módel í mismunandi skala og hægt er að skoða þau ofan frá, neðan frá, innan frá og úr fjarlægð. Gestum er einnig veitt innsýn inn í hönnunarferlið, allt frá hugmynd, gegnum misvel heppnaðar tilraunir og að lokaútfærslu. Arkitektarnir útskýra verk sín með myndum, myndböndum og hljóðmyndum.
Í tengslum við sýninguna verður börnum boðið upp á fræðslu um arkitektúr og þau fá að spreyta sig á módelgerð.
www.dac.dk