Suomi
PRKL! Design býður upp á fjölbreytt úrval af hönnunarvörum frá
fjölmörgum finnskum hönnuðum. Flestar vörurnar hafa þar til nú verið
ófáanlegar á Íslandi. Meðal vörumerkja eru hin vel þekktu Iittala og Arabia auk annarra sem eru minna þekkt hér á landi.
Einstakir skartgripir úr krossviði og finnsk borgarhjól eru meðal þess sem er í boði. Stærð hjólanna er hægt er stilla, og því eru hjólin fyrir alla. PRKL! Design kynnir líka SavetheC-‐töskur sem framleiddar eru úr notuðum seglum og hannaðar af hinum þekktu finnsku hönnuðum Paola Suhoen og Harri Koskinen, flotta gólfkodda frá Muovo, finnsk leikföng, mesta úrvalið af Múmínvörum á Íslandi, heimilistextíl, fylgihluti og skartgripi,“vintage” barnaföt og ýmislegt fleira.
www.suomi.is