Fréttir

30.5.2012

Hönnun og handverk | Óskað er eftir umsóknum



Allir sem vinna við handverk, listiðnað og fjölbreytta hönnun s.s. vöruhönnun, fatahönnun er heimilt að sækja um. Sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur.Sýningin/kynningin á að endurspegla fjölbreytt úrval og hefur valnefnd  það í huga þegar valið er inn. Umsækjendur eru hvattir til að hafa árstíðina í huga þegar þeir velja listmuni/vörur til kynningar.

Umsóknir um þátttöku verða að berast sem fyrst en í síðasta lagi 8. júní 2012.
Niðurstaða valnefndar mun liggja fyrir í síðasta lagi 19. júní 2012.  Það er mikilvægt að allir sem huga á þátttöku geri ráð fyrir að vera sem mest á staðnum sjálfir. Eitt af markmiðum þessarar sýningar/kynningar er að gestir hitti fólkið á bak við hlutina. Óskað er eftir vandaðri útfyllingu á sérstöku umsóknareyðublaði, sem finna má á heimasiðu Handverks og hönnunar. Umsókn verða að fylgja 6 myndir af verkum eða 6 sýnishorn (ekki fleiri og ekki færri) og ferilskrá. Mikilvægt er að öll umbeðin gögn fylgi umsókninni.

www.handverkoghonnun.is
















Yfirlit



eldri fréttir