Fréttir

30.5.2012

Rýnifundur og sýning tillagna úr samkeppni hjúkrunarheimilis á Ísafirði




Rýnifundur vegna samkeppninnar um hjúkrunarheimili á Ísafirði verður haldinn þriðjudaginn 5. júní klukkan 16 í Þverholti 11, sal 105. Sýning á tillögunum mun hanga þar uppi frá mánudegi 4. – 8. júní í sýningarsal 105 sem er á jarðhæð hússins strax til vinstri inn af aðalinngangi.

Staðsetningin er valin meðal annars með tilliti til þess að Hönnunar- og arkitektanám Listaháskóla Íslands er nýflutt í þetta húsnæði og í tengslum við rýnifundinn verður boðið upp á skoðunarferð um húsið.


www.lhi.is
















Yfirlit



eldri fréttir