Heklugos á Suðurnesjum fer fram í þróunarsetrinu Eldey, Grænásbraut 506, á Ásbrú í Reykjanesbæ fimmtudaginn 31. maí og hefst kl. 19:30.
Markmiðið er að kynna kraumandi hönnun á Suðurnesjum en að viðburðinum standa Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, Eldey þróunarsetur, Menningarráð Suðurnesja og SKASS (Samtök kraftmikilla, alvöru, skapandi Suðurnesjakvenna).
Margir hönnuðir hafa nú hafið starfsemi í þróunarsetrinu Eldey sem er ánægjuleg þróun enda eru skapandi greinar ört vaxandi atvinnugrein sem ber að hlúa að. Það er mikill skapandi kraftur á Suðurnesjum og hann viljum við kynna.
Dagskrá hefst kl. 19:30
· 19:30 Afhending styrkja Menningarráðs Suðurnesja
· Ragnheiður Friðriksdóttir segir frá hönnunarferðum Reykjavík Consierge á Suðurnesjum
· 20:30 Tískusýning
· Opnar smiðjur hönnuða í Eldey
· Hönnunarsýning um allt hús
· Bláa lónið og Sif Cosmetics kynna vörur sínar
Heiðurgestur kvöldsins er frú Dorrit Moussaieff.
Stuðningsaðilar eru: Kadeco, Fríhöfnin, Íslandsbanki og ÍAV.
Lifandi tónlist og léttar veitingar, allir velkomnir.
www.asbru.is