Fréttir

30.5.2012

Olle & Stephan | Sýning í SPARK



Verið velkomin á opnun hönnuðanna Olle og Stephan í SPARK DESIGN SPACE föstudaginn 25. maí kl. 17 að Klapparstíg 33.

Sænsku hönnuðirnir hafa starfað saman frá árinu 2008. Ólíkt þeirri þróun sem orðið hefur á undanförnum árum þar sem hönnuðir koma sjaldan nálægt handverkinu smíða OLLE & STEPHAN alla sína hluti sjálfir. Það er eitthvað heillandi og fagurt við þessa hefðbundnu vinnuaðferð sem skilar sér í verkum þeirra.

Samtímis verður sýnt verkið Hringsól eftir Gunnar Jónsson sem útskrifast frá myndlistardeild LHÍ í sumar.

SPARK | DESIGN SPACE
Klapparstígur 33
101 Reykjavík

www.sparkdesignspace.com

















Yfirlit



eldri fréttir