Listamannsíbúð í þorpinu Garrucha við Miðjarðarhafið er íbúð með vinnuaðstöðu, sem boðin er til dvalar fyrir íslenska listamenn og rithöfunda.
Um er að ræða tveggja herbergja íbúð með einu baðherbergi og vinnuaðstöðu. Stór suðurgluggi framhliðarinnar hleypir birtu inn í allt vinnurýmið. Í góðu veðri er hægt er að opna hann allan og breytist rýmið þá í eins konar verönd. Hliðarveggirnir hafa froðuplastspjöld til að hengja módel og vinnuteikningar á. Einnig má negla á veggi (frá 9:00 til 21:00 virkum dögum) ef þörf ber á.
Frekari
upplýsingar sem og ráðleggingar á meðan á dvöl stendur veitir Halldóra Arnardóttir:
halldora@sarq.org