Hönnunarmiðstöðin og TVG-Zimsen flutningsmiðlun hófu nýverið samstarf um flutning á hönnun og hugverkum.
TVG-Zimsen hefur sérhæft sig í umsjón, pökkun og flutningi á alls kyns hönnunarvörum og listaverkum bæði innan lands og utan. Flutningur á svo viðkvæmri vöru getur verið vandasamur, enda oft um mikil verðmæti að ræða.
TVG-Zimsen fylgir öllum öryggisstöðlum og starfar með viðurkenndum listflutningsaðilum erlendis. Pakkningar eru sérsmíðaðar ef þess gerist þörf og allt er gert til að tryggja öryggi farmsins.
Hönnunarmiðstöðin hefur þegar mjög góða reynslu af þjónustunni og við hvetjum meðlimi í aðildarfélögum sem þurfa á flutningi að halda að hafa samband við TVG-Zimsen.
Meðlimir í aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar fá sérkjör á flutningum og TVG-Zimsen leggur sig fram um að finna hagkvæmustu flutningaleiðina hverju sinni.
Nánari upplýsingar um þjónustu TVG Zimsen veitir Helgi Bjarnason hjá TVG Zimsen,
helgi@tvg.is, sími 5 600 740.