Fréttir

5.5.2012

HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur




 
 
 
 
Sýning/kynning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun verður haldin dagana 3. – 7. maí 2012 í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Þetta er í sjöunda sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð en í fyrsta sinn að vori til. Það er óhætt að segja að sýningunni hafi verið vel tekið undanfarin ár og hefur aðsóknin verið mjög mikil. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun. Það eru listamennirnir sjálfir kynna vörur sínar. Gróskan og fjölbreytnin er mikil sem fyrr og að þessu sinni sýna 44 aðilar verk sín.

Hægt er að skoða kynningu á öllum þátttakendum á sýningunni á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR: www.handverkoghonnun.is

Opnunartími sýningarinnar er:
  • Fimmtudag 3. maí kl. 16 – 19
  • Föstudag 4. maí. kl. 10 – 19
  • Laugardag 5. maí. kl. 10 – 18
  • Sunnudag 6. maí. kl. 10 – 18
  • Mánudag 7. maí. Kl. 10 - 19



Nánari upplýsingar veita Sunneva og Fjóla í síma: 551 7595 og 899 7495 sunneva@handverkoghonnun.is fjola@handverkoghonnun.is
















Yfirlit



eldri fréttir