Ískaldur matarglaðningur frá hinni sunnlensku bændaverslun Búbót. Bragð íssins eru byggt á íslenskum matarhefðum og venjum sem flestum eru kunnug. Fyrstu bragðtegundirnar eru Grjónagrauts-ís, Hunangsís úr hunangi frá Álfsstöðum og Bismark ís frá Kandísgerð Svandísar.
Verkefnið er hannað af vöruhönnuðunum Auði Ösp Guðmundsdóttur og Emblu Vigfúsdóttur fyrir Guðbjörgu Jónsdóttur og Gauta Gunnarsson, bændur á Læk í Flóahreppi, sem reka bændaverslunina Búbót.
www.sparkdesignspace.com