Fréttir

25.4.2012

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands



Forvitni, skilningur, áræðni | Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands

Verk nemenda úr myndlistardeild og hönnunar-og arkitektúrdeild Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Opnun laugardaginn 21. apríl kl. 14.00.

Skýjavél, rafmagns kappaksturbíll, saltframleiðsla í nýju formi, áningarstaður pílagríma, málverk séð úr Hörpunni, hljóðverk, performansar, grammófónn og róla, videoverk um guðeindina, fylgihlutir, tilraunir með lanolin, veftímarit um upprennandi listamenn og hönnuði, letur í beinum og það nýjasta úr tískunni.

Þetta og margt fleira getur að líta á útskriftarsýningu nemenda myndlistardeildar og hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskólans sem opnar laugardaginn 21.apríl kl. 14.00 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu en sýningin er í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur.

Verk nemenda á sýningunni eru afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðubúna til að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt með forvitni, áræðni og framsækni að leiðarljósi.

Sýningastjóraspjall verður:
22. apríl kl. 15:00 – myndlistardeild
29. apríl kl. 15:00 – hönnunar- og arkitektúrdeild
 
Sýningin stendur til 6. maí og er opin daglega frá 10.00 – 17.00 og á fimmtudögum frá 10:00 – 20:00.


Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
















Yfirlit



eldri fréttir