Fréttir

12.4.2012

Opin nýsköpun | Stefnumót hönnunar og tækni í Berlín

Málþing í opinni nýsköpun undir yfirskriftinni ,,Stefnumót hönnunar og tækni” verður haldið dagana 7. og 8. júní n.k. í Berlín í tengslum við International Design Festival DMY.

Boðið er uppá fyrirtækjastefnumót í kjölfar málþingsins sem er skipulagt af Enterprise Europe Network. Skráning fer fram á heimasíðu málþingsins http://www.b2match.eu/open-innovation2012/ fyrir 17. maí og er ekkert þátttökugjald ef skráning fer fram fyrir þann tíma.

Hvernig virkar þetta?
  • Þú skráir þitt fyrirtæki í gegnum heimasíðu fyrirtækjastefnumótsins http://www.b2match.eu/open-innovation2012/ og setur inn upplýsingar um hvers konar samstarfi þú ert að leita
  • Samstarfsóskir allra þátttakenda verða birtar á heimasíðunni Tölvupóstur verður sendur til allra þátttakenda þegar hægt verður að byrja á því að bóka. Athugið fyrstir koma fyrstir fá.
  • Nokkrum dögum fyrir viðburðinn verður þátttakendum send tímatafla yfir bókaða fundi

Nánari upplýsingar og aðstoð vegna skráninga veitir Sandra Brá Jóhannsdóttir á netfanginu sandra@nmi.is og í s: 5229272


Hvað gerir Evrópumiðstöð?

Enterprise Europe Network er stærsta netkerfi sinnar tegundar í heiminum og rekur yfir 600 miðstöðvar í 48 löndum víðs vegar um heiminn.

Öll starfsemi miðar að því að auka samstarf evrópskra fyrirtækja, rannsóknaraðila og háskóla með því að: 
  • Finna tækninýjungar erlendis frá sem geta nýst íslenskum fyrirtækjum og rannsóknaraðilum
  • Koma nýjungum frá íslenskum aðilum á framfæri erlendis
  • Leita að samstarfsaðilum í Evrópu, hvort sem um er að ræða framleiðendur, ráðgjafa, rannsóknarteymi eða vöruþróunaraðila

Þjónustan er endurgjaldslaus.
















Yfirlit



eldri fréttir