Fréttir

9.4.2012

Geymslu- og pökkunarþjónusta í Berlín

Boxer Nation er nýtt fyrirtæki staðsett í Berlín í Þýskalandi sem miðað er að þörfum íslenskra hönnuða í útflutningi, og hentar aðallega þeim fyrirtækjum sem láta framleiða sínar vörur erlendis.

Fyrirtækið hefur yfir að ráða lagerhúsnæði og þar býðst hönnuðum að nýta sér geymslu- og pökkunarþjónustu, svokallað pick and pack. Með þessu sparast fyrirhöfn, flutningskostnaður, tollar og önnur gjöld. Þá hefur Boxer Nation þróað fullkomið lagerstjórnunarkerfi sem er aðgengilegt viðskiptavinum þess á netinu.

Þau Tinna Pétursdóttir og Ingvi Guðmundsson eru stjórnendur fyrirtækisins sem stofnað var í janúar síðastliðnum.

Berlín er sérstaklega hentug fyrir starfsemi sem þessa. Einstaklega góðar samgöngur eru til og frá borginni og einnig verður hún mikilvægari með ári hverju þeim sem vinna í hönnun og nýsköpun. Boxer Nation stefnir að því að bjóða upp á „Showroom” í nánustu framtíð þar sem hönnuðir geta komið sér fyrir tímabundið og sýnt framleiðslu sína.

Nánari upplýsingar fást á: www.boxernation.net, tinna@boxernation.net eða hjá Sólveigu í síma: 694-5224
















Yfirlit



eldri fréttir