Fréttir

12.4.2012

Nýsköpunarþing 2012




Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs verður haldið miðvikudaginn 18. apríl nk. kl. 8:30-10:30 á Grand hótel Reykjavík.

Á þinginu verða flutt erindi undir yfirskriftinni STJÓRNUN NÝSKÖPUNAR og Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012 verða afhent.

Húsið opnar kl. 8:15 með léttum morgunverði. Skráning á þingið fer fram hér

  • Ávarp | Oddný G. Harðardóttir, iðnaðarráðherra
  • Langhlaup nýsköpunar | Svana Helen Björnsdóttir forstjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins
  • Alþjóðlegt fyrirtæki úr litlu landi | Davíð Helgason, forstjóri Unity Technologies
  • Stjórnun í skapandi umhverfi | Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins
  • Stöðugar umbætur í áliðnaði | Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi

Tónlistaratriði | Skólakór Kársness

Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012 afhent

Fundarstjóri er Aðalheiður Jónsdóttir, kynningarstjóri Rannís.

Allir velkomnir!

www.nmi.is
















Yfirlit



eldri fréttir