Fréttir

10.4.2012

Fyrirlestur | Massimo Santanicchia arkitekt


Ítalski arkitektinn Massimo Santanicchia flytur erindið „Aðskilnaðarmúrinn og áhrif hans á borgina Jerúsalem” í Opna listaháskólanum fimmtudaginn 12. apríl kl.12:00 í Skipholti 1, stofu 113.

Massimo Santanicchia hefur unnið sem arkitekt og verkefnisstjóri hjá The International Peace and Cooperation Center í Jerúsalem. IPCC eru sjálfstæð palestínsk góðgerðarsamtök, stofnuð í Jerúsalem árið 1998 .
Markmið IPCC er að hafa frumkvæði að og þróa inngrip sem styðja við þau félagslegu, menningarlegu og efnahagslegu ferli sem nauðsynleg eru til að tryggja palestínsku þjóðinni friðsæld, lýðræði og velmegun til framtíðar. Frá því aðskilnaðarmúrinn var byggður árið 2002 hefur staðbundin aðskilnaðarstefna verið við lýði í samskiptum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna.

Í fyrirlestrinum sýnir Massimo hvernig borgarskipulag getur orðið pólitískt tæki í aðskilnaðarstefnu.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir
















Yfirlit



eldri fréttir