AUGLÝSING
VINNUSTOFUR Í LISTAMIÐSTÖÐINNI Á KORPÚLFSSTÖÐUM
ERU LAUSAR TIL UMSÓKNAR
Vinnustofurnar eru alls 40 og eru frá 10 m2 upp í 54 m2 að stærð. Húsaleigan er kr. 850.- m2 á mánuði (ath að húsaleigan fylgir vísitölu neysluverðs), auk greiðslu í hússjóð. Innifalið í leigunni er rafmagn og hiti, nema ef um orkufrek rafmagnstæki er að ræða, þá þarf að greiða aukalega. Inni í stærri vinnustofunum eru vaskar. Góð sameiginleg aðstaða er í húsnæðinu.
Húsaleiguna skal greiða mánaðarlega og fyrirfram, hinn 1. hvers mánaðar.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um feril og fyrirliggjandi verkefni og hvernig umsækjandi hyggst nota vinnustofuna.
Vinnustofurnar eru leigðar til 3ja ára í senn. Úthlutunarnefnd á vegum SÍM mun fara yfir umsóknir og úthluta vinnustofunum.
Núverandi leigjendur geta sótt um framlengingu á leigusamningi næstu 3 árin. Eins og áður er það algert skilyrði fyrir vinnustofunni að umsækjandi treysti sér til að greiða húsaleiguna á réttum tíma og fyrir framlenginu á húsaleigusamningi, að hafa staðið í skilum með húsaleiguna og greitt á réttum tíma. Einnig er það skilyrði fyrir áframhaldandi leigu að umsækjandi geti sýnt fram á að hafa nýtt vinnustofuna eins og til er ætlast!
Leigutímabilið er frá 1. júní 2012 til 31. maí 2015. Einungis fullgildir félagar koma til greina við úthlutun.
Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu SÍM:
http://www.sim.is/, einnig er hægt að fá umsóknareyðublaðið sent með pósti.
Umsóknarfrestur er til
1. apríl n.k. Póststimpill gildir ekki. Úthlutun verður lokið eigi síðar en 15. apríl 2012.
Vinnustofurnar verða lausar til afhendingar 1. júní 2012.