Fjórða HönnunarMars í Reykjavík er lokið. Það er óhætt að segja að íslenskir hönnuðir og verk þeirra hafi verið í forgrunni íslenkrar umræðu undanfarna daga og vikur. Þó erfitt sé að leggja mat á svo stóra hátíð sem HönnunarMars sannarlega er orðin er óhætt að segja að vel hafi til tekist. Því ber að þakka dugnaði og fórnfýsi þátttakenda í dagskránni en yfir 500 hönnuðir tóku þátt á einn eða annan hátt í yfir 100 viðburðum.
Til mikillar ánægju eru nokkrar sýningar sem standa enn yfir og fyrir þá sem náðu ekki að sjá allt þá má gleðjast. Eftirtaldar sýningar eru opnar lengur:
Rætur í Hafnarborg
PHOBOPHOBIA í Bíó Paradís
Fingramál í Hönnunarsafni Íslandis
Dýrðin, dýrðin Vatnsmýrin í framtíðinni, dirrindí
í Norræna húsinu
Ból, Kar og Hulið hjarta í Listasafni Íslands
Stefnumót hönnuða og bænda
í SPARK DESIGN SPACE
Erró í Listasafni Reykjavíkur
STAKA í 38 Þrepum
Erlenda pressan er þegar farin að miðla fréttum um viðburðina eins og sjá má
hér frá fréttaveitu einna af stærstu hönnunartímaritum heimsins
Dwell.
Hér má sjá örlítið brot af stemningunni í HönnunarMars í myndum: