Fréttir

27.3.2012

Fyrirlestur | Auður Ösp



Auður Ösp Guðmundsdóttir vöruhönnuður heldur fyrirlestur í Opna listaháskólanum hönnunar- og arkitektúrdeild miðvikudaginn 28. mars kl.12:00, Skipholti 1, stofu 113.


Auður Ösp Guðmundsdóttir útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands vorið 2010 og hefur síðan þá verið sjálfstætt starfandi. Hún hefur unnið töluvert í samstarfi við Emblu Vigfúsdóttur sem útskrifaðist á sama tíma og er nú í meistaranámi í hönnun við Danmarks Design School í Kaupmannahöfn.

Auður mun í fyrirlestrinum segja frá verkefni sem þær unnu fyrir bændurnar á Læk í Flóa. Auður og Embla hönnuðu fyrir þau verslun sem fékk nafnið Búbót en einnig hönnuðu þær ískaldan matarglaðning fyrir verslunina sem verður hennar sérstaða. Ísinn er innblásinn af íslenskum matarhefðum, réttum og jurtum. Sem dæmi má nefna grjónagrautsís með brenndu kanilsmjörinu en hann var frumsýndur á samsýningu vöruhönnuða í Brimshúsinu á Hönnunarmars og er sá fyrsti í línunni. Bragðtegundirnar voru unnar undir handleiðslu landsliðs matreiðslumannsins Gunnar Karls Gíslasonar.

Auður mun fara yfir hönnunarferlið frá upphafi hugmyndar til lokaframleiðslu.

Allir velkomnir
Hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ
















Yfirlit



eldri fréttir