Fréttir

1.3.2012

Ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands



Dagssetning: 15.3.2012
Staður: Hilton Reykjavík Nordica
Viðburður: Ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands


Lýsing: Þann 15. mars næstkomandi heldur Nýsköpunarmiðstöð Íslands ársfund sem ber yfirskriftina Samfélagsleg nýsköpun - velferð og lífsgæði. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 08:30 - 11:00 en húsið opnar með léttum morgunverði kl. 08:00.

Breytingar á samfélagi eru oftar en ekki drifnar áfram af metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum, nýrri þekkingu og nýjum lausnum en einnig af öðrum hreyfiöflum svo sem ákveðnum grasrótarhreyfingum, markaðsþróun og hvatningu til nýrra hluta hjá fyrirtækjum og stofnunum. Samfélagsleg nýsköpun er ekki frábrugðin hefðbundinni nýsköpun nema að því leyti að hún vísar til nýrra hugmynda sem hníga að samfélagslegum markmiðum og að því að uppfylla þarfir sem leiða til velferðar og bættra lífskjara í samfélaginu.

Á þessum ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 2012 verður áhersla lögð á verkefni sem rekja má beint til samfélagslegrar nýsköpunar og ákveðnar fyrirmyndir í atvinnulífinu fengnar til að deila reynslu sinni og þekkingu eins og sjá má á meðfylgjandi dagskrá.

Dagskrá ársfundar:
  • Ávarp ráðherra
  • Græni hringurinn - Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
  • Áskoranir í nýsköpun Myndband - hugmyndir sem auka velferð og lífsgæði
  • Græn korn frá fyrirmyndum í atvinnulífinu - Græna borðið
  • Ný sýn á sviði mannvirkja - Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður Mannvirkjarannsókna og þróunar
  • Endurnýting auðlinda - Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, verkefnisstjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Fótspor og sprungur - Ólafur H. Wallevik, forstöðumaður Steinsteypu - efnisfræði
  • Frumkvöðlar á ferð - fyrirtæki framtíðar - Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar
  • Samfélagsleg hönnun - alþjóðleg reynsla - Giulio Vinaccia
  • Samfélagsleg ábyrgð - uppspretta nýjunga - Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Festu þekkingarseturs
  • Nýju fötin Nýsköpunarmiðstöðvar - Árdís Ármannsdóttir, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Fundarstjóri: Hundur í óskilum

Fundurinn er opinn og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Skráning fer fram hér.

nmi.is
















Yfirlit



eldri fréttir