28.2.2012
Mannamót | Live Project og óvænt erindi
Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang þar sem fólk spjallar saman í þægilegu og óformlegu umhverfi.
Næsta Mannamót: 29.02.2012
Spennandi sprotafyrirtæki munu deila með okkur reynslusögum sínum. Fyrra
erindið verður frá Live Project en Hörður Kristbjörnsson, Daníel Freyr
Atlason and Arnar Yngvason stofnuðu það fyrirtæki árið 2010. Live
Project er vefur er birtir myndefni í rauntíma, en þar getur hver sem er
hlaðið upp myndefni til að deila upplifun sinni um leið og hún á sér
stað. Live Project vann m.a. "myndavef" fyrir Roskilde Festival í
Danmörku þar sem áhugafólk um skemmtun og tónlist gátu fylgst með
hátíðinni og stemmingunni þó þeir gátu ekki verið á staðnum. Seinna
erindið á Mannamóti verður óvænt erindi. Það er líka gaman að láta koma
sér á óvart!
Hittumst á miðvikudaginn!
Haustið 2011 setti ÍMARK í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið. Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu.
Samstarfssamtök: ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Klak, Innovit, KVENN, SFH og FKA.
Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.
Hvar: Kex hostel á Skúlagötu 28
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: 17 - 18:30
Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!