Fréttir

27.2.2012

Tækifæri fyrir hönnuði og arkitekta í Kína

Föstudaginn 2. mars verður boðað til umræðufundar um möguleg tækifæri fyrir íslenska arkitekta og hönnuði að koma að verkefnum í Kína.
Fundurinn fer fram í Borgartúni 35, 6. hæð kl. 9:00-10:30.


Á fundinum mun Krishan Patroo, blaðamaður hjá alþjóðlega hönnunartímaritinu, Casa International, ræða hvernig hann metur möguleika íslenskra arkitekta á samstarfsverkefnum í Kína. Casa International tímaritið birti 15 síðna umfjöllun um íslenska hönnun í blaðinu vorið 2011 og mun Krishan ræða jákvæð áhrif þessarar umfangsmiklu umfjöllunar fyrir ímynd íslenskra hönnuða. Jafnframt mun hann segja aðeins frá samstarfsverkefni tímaritsins við hið virta hönnunarfyrirtæki Ritzarto Architecture í Peking, sem og öðrum verkefnum blaðsins.

Með Krishan í för verður Lily Yu, arkitekt og eigandi Ritzarto Architecture og mun hún ræða við áhugasama að fundi loknum.

Þá mun Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu arkitektastofu, deila reynslu sinni frá Kína.

Fundarstjóri er Júlíus Hafstein, sendiherra.

Að fundinum standa Íslandsstofa og Hönnunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við utanríkisráðuneytið.

Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Nánari upplýsingar veita: Brynja B. Bjarkadóttir, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu, brynja@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, sviðsstjóri hjá Íslandsstofu, hermann@islandsstofa.is.
















Yfirlit



eldri fréttir