Úrslit í umbúðakeppni Odda í Norræna húsinu 1. mars kl. 20.00
Prentsmiðjan Oddi, Félag íslenskra teiknara (FÍT) og Norræna húsið standa að opinni hönnunarsamkeppni umbúða úr kartoni og/eða bylgjupappír.
Úrslitakvöld keppninnar verður haldið í Norræna húsinu 1. mars kl. 20.00.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á hönnun að koma og skoða þær 15 tillögur sem þóttu skara fram úr í keppninni og fylgjast með verðlaunaafendingunni.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Allar upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu Odda á
www.oddi.is