Byggingarlist og samfélag
í Norræna húsinu laugardaginn 25. febrúar.
Uppbygging á okkar manngerða umhverfi er ríkur hluti menningar okkar. Með henni látum við í ljós virðingu okkar fyrir landinu og sögunni. Byggingarlist þjóðar ber þekkingu hennar og færni glöggt vitni. Sjálfsmynd okkar sem menningarþjóðar endurspeglast í byggingunum sem við reisum og í því skipulagi sem römmum mannvist okkar inn í.
Kl. 14:00 – 16:00 |
Málþing um áhrif byggingarlistar á samfélagið
- Hlutverk arkitekta fyrr og nú |
Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélags Íslands.
- Menningarstefna í mannvirkjagerð – hvert leiðir hún okkur
|
Jóhannes Þórðarson deildarforseti Hönnunar – og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands
- Samkeppnishald – aflvaki nýrra hugmynda |
Sigríður Magnúsdóttir arkitekt.
- Samtal mannvirkjahönnuða við umhverfi sitt |
Björn Þorsteinsson heimspekingur.
- Samtal mannvirkjahönnuða við samfélag sitt
| Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt.
Í framhaldi af erindunum munu frummælendur svara fyrirspurnum.
Hrólfur Karl Cela arkitekt stjórnar opnum umræðum.
Kl. 16:00 |
Opnun sýningarinnar: Arkitektasamkeppnir – byggingarlist í deiglu
Arkitektasamkeppni var fyrst haldin hér á landi fyrir réttum 85 árum og síðan þá hafa verið haldnar hátt á annað hundrað opnar samkeppnir sem hafa skilað mörgum gersemum til þjóðarinnar, stuðlað að umræðu og fært okkur tæknilegar og félagslegar framfarir.
Sýning á verðlaunatillögum í opnum arkitektasamkeppnum síðustu 40 ára. Það kemur kannski ekki á óvart að það hafi einmitt verið þjóðgarðurinn á Þingvöllum sem var fyrsta umfjöllunarefnið. Um þessar mundir eru liðin u.þ.b. 40 ár síðan niðurstaða lá fyrir í stórri hugmyndasamkeppni um skipulag Þingvalla, sem boðin var út í tilefni af því að tveim árum seinna, árið 1974, var haldið veglega upp á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar.
Í Morgunblaðinu 13.3. 1920 er greint frá ályktun beggja deilda Alþingis á yfirstöðnu sumarþingi varðandi friðun og framtíð Þingvalla. Í greininni segir m.a orðrétt.: “Mál þetta er svo umfangsmikið, að sízt veitir af, að undirbúningur sé þegar hafinn og málið rætt. Og þetta er mál, er varðar alla þjóðina. Ekki væri það að tjóni að sem flestir, er til þekkja, gerðu tillögur um fyrirkomulag Þingvallar og mætti gjarnan efna til samkeppni um það og heita verðlaunum fyrir.”
Þetta er merkileg ályktun sumarþingsins, og svo virðist sem hér sé fyrst í riti minnst á samkeppni á skipulags- og byggingarsviði hér á landi. Þetta var vönduð samkeppni sem tók á öllum aðalatriðum, er varða þennan helga stað. Keppendur skoðuðu Þingvelli í fortíð, nútíð og framtíð. Fjallað var um söguna, náttúruna, nýtingu og uppbyggingu til framtíðar.
Elstu tillögurnar á sýningunni eru frá stórri hugmyndasamkeppni um skipulag Þingvalla frá árinu 1974 á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Keppendur skoðuðu Þingvelli í fortíð, nútíð og framtíð. Fjallað var um söguna, náttúruna, nýtingu og uppbyggingu til framtíðar.
Á sýningunni eru jafnframt nokkur dæmi um velheppnuð verk sem unnin hafa verið í kjölfar opinna samkeppna. Valin voru þrjú verk frá hverjum áratug frá því Þingvallasamkeppnin var haldin. Alls 12 verk. Til þess að vekja athygli á þeirri breidd sem úrlausnarverkefni í samkeppnum eru voru valið þrjú verk til viðbótar, skipulagsverkefni og samkeppni um búnað á tjaldstæðum. Ekki ber að skilja það sem svo að hér sé um úrval að ræða heldur úrtak sem gefur sýningargestum hugmynd um þau tækifæri sem í opinni samkeppni felast.
Sýningarstjórn annast arkitektarnir Haraldur Helgason, Haukur Viktorsson og Hilmar Þór Björnsson.
ai.is