Fréttir

19.2.2012

Gagarín vinnur samkeppni fyrir mannréttindasafn í Kanada


Mynd: CMHR
Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín vann samkeppnina „CMHR Media and Technology 2“ sem felur í sér hönnun og þróun á þremur gagnvirkum sýningaratriðum fyrir mannréttindasafnið „Canadian Museum for Human Rights“ í Winnipeg í Kanada.

Verið er að reisa nýtt hús undir safnið sem mun verða einstakt í hönnun bæði að utan sem innan. Sýningarýmið er 4,366 fermetrar, þar með talin 11 gallerí og sýning þar sem gestir geta kynnt sér mannréttindabaráttu víðsvegar í heiminum. Stefnt er að ljúka byggingu safnsins 2012 og opna það formlega 2014.

Nánari upplýsingar um safnið: www.humanrightsmuseum.ca

gagarin.is
















Yfirlit



eldri fréttir