Fréttir

20.2.2012

Ný norræn menningarhús | Pistlasyrpa í Víðsjá


NUU_©BIG-ark

CPH-i_©Tranb+Lundg-ark

HAR©GujaDögg

HEL-i_©GujaDögg

MAL_©SHL-ark

 
Svo skemmtilega vill til að á örfáum árum hafa öll Norðurlöndin staðið í ströngu við að byggja ný menningarhús. Við á Íslandi þekkjum ef til vill Hörpuna, en Finnar hafa einnig fengið sitt tónlistarhús í höfuðborginni Helsinki, Danir bæði tónlistarhús, óperu og þjóðleikhús í Kaupmannahöfn, Norðmenn óperu og ballett í sinni eigin Osló og í bígerð eru tónlistar- og ráðstefnuhús í Malmö, Svíþjóð sem og í Nuuk á Grænlandi.

Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt ætlar að leggja undir sig fót með hlustendum Víðsjár og sækja heim byggingarnar, en þótt ólíkar séu er þeim er öllum sameiginlegt að lagt hefur verið upp með það markmið að hver og ein þeirra skuli verða áberandi "kennileiti" í landslagi hverrar borgar um sig, táknrænn minnisvarði sem höfði ekki bara til landsmanna en sæki einnig í alþjóðlegt umhverfi listanna - þannig að gamlar menningarþjóðir á borð við Þýskaland og Ítalíu verða forvitnar.

  • 9. febrúar        I : Oslo Opera & Ballet _Snöhetta
  • 16. febrúar      II : Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús_HLT ark, Batteríið ark, Ó. Elíasson, Landslag
  • 23. febrúar     III : Musiikitalo _ LPR arkkitehdit
  • 1. mars          IIII : Skuespilshuset_Tranbjerg & Lundgaard
  • 8. mars         IIIII : Listasafn Grænlands_BIG-Bjarke Ingels Group og Menningar- og ráðstefnuhús Malmö_Schmidt, Hammer & Lassen
















Yfirlit



eldri fréttir