Barnamenningarhátíð verður haldin dagana 17. – 22. apríl næstkomandi.
Höfuðborgarstofa hvetur alla sem áhuga hafa á því að efla barnamenningu,
hverju nafni sem hún nefnist, að senda inn tillögur að dagskráratriðum
fyrir
27. febrúar næstkomandi.
Hátíðin er kærkominn vettvangur fyrir menningu barna, menningu með börnum og menningu
fyrir börn.
Þemað að þessu sinni er
Uppspretta og má það gjarnan speglast í viðburðum
hátíðarinnar, þó er það ekki skilyrði þátttöku. Við tökum vel á móti öllum tillögum.
Umsóknir berist til
gudmundur.birgir.halldorsson@reykjavik.is
eða
karen.maria.jonsdottir@reykjavik.is