Þjóðminjasafn Íslands,
Bogasalur. 28. janúar- 28. ágúst 2012
Sýningin Tízka, kjólar og korselett opnar í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands laugardaginn 28. janúar kl. 15. Á sýningunni eru
svokallaðir módelkjólar sem saumaðir voru eftir pöntun og ýmsir
fylgihlutir eins og skór, hattar, hanskar og undirföt.
Kjólarnir eru
listaverk, sumir látlausir og einfaldir aðrir tilkomumiklir og
glæsilegir, kjólar sem pössuðu við konuna og tilefnið.
Sýningarhöfundur
er Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður, en með einstakri innsýn sinni í
tískustrauma 20. aldar tekst henni að glæða kjólana á sýningunni nýju
lífi.
Sýningarhöfundur: Steinunn Sigurðardóttir
Hönnun sýningar: Páll Hjaltason og Steinunn Sigurðardóttir
Grafísk hönnun: Ámundi Sigurðsson
Fagstjóri sýninga: Ágústa Kristófersdóttir
Ritstjóri sýningarskrár: Bryndís Sverrisdóttir
Teikingar: Laufey Jónsdóttir
Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna á vef
Þjóðminjasafns Íslands