Idékonkurrence
Miðgarður Reykjavík | Hugmyndasamkeppni í miðborg Reykjavíkur
Norræna húsið í samvinnu við Félag íslenskra Landslagsarkitekta og Hönnunarmiðstöð Íslands, efna til hugmyndasamkeppni um hönnun á svæði sem umlykur Norræna húsið.
Samkeppnin er hugmyndasamkeppni og er opin landslagsarkitektum og öðrum fagaðilum og hönnuðum sem skráðir eru í fagfélög innan Hönnunarmiðstöðvar Íslands auk sambærilegra fagaðila á Norðurlöndum.
Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð allt að kr. 2.000.000.-
Markmið keppninnar er að fá raunhæfar og spennandi tillögur um hönnun og innihald þessa einstaka svæðis sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur og á að nýtast allri fjölskyldunni til fjölbreyttrar útivistar og ánægju allt árið um kring.
Tillögum skal skila fyrir kl. 18:00 mánudaginn 12. mars 2012. Nánari upplýsingar um skil er að finna í samkeppnislýsingu.
Trúnaðarmaður keppninnar Guðmundur Rafn Sigurðsson tekur við fyrirspurnum varðandi keppnina á netfangið
gudmundur.rafn.sigurdsson@kirkjan.is.
Fyrirspurnir sem bárust varðandi keppnina og svör við þeim er að finna hér.
Samkeppnislýsing og samkeppnisgögn:
Samkeppnislýsingu er að finna hér í pdf-skjali.
Kortagrunna og önnur samkeppnisgögn er að finna hér á vef Norræna hússins.
Dómnefnd skipa:
-
Sigurlaug Ingibjörg Lövdahl, Háskóli Íslands
-
Stig Lennart Andersson, landslagsarkitekt og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla.
-
Max Dager, forstjóri Norræna hússins
-
Björn Axelsson, umhverfisstj. Skipulags- og byggingarsvið Rvk., Landslagsarkitekt FÍLA
-
Inga Rut Gylfadóttir, Landslagsarkitekt FÍLA og formaður FÍLA
Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum fyrir 22. mars 2012
www.norraenahusid.is
www.fila.is