Fréttir

12.1.2012

Stórfyrirtæki boða komu sína á HönnunarMars

 
 
 
Í tengslum við HönnunarMars ár hvert standa Hönnunarmiðstöð og Norræna húsið fyrir kaupstefnunni DesignMatch þar sem íslenskir hönnuðir mæta kaupendum; framleiðendum og endurseljendum hönnunar á Norðulöndum.

Tvö finnsk stórfyrirtæki hafa þegar boðað komu sýna á HönnunarMars í ár til þátttköku í kaupstefnunni. Það eru Artek sem meðal annars framleiðir og selur húsgögn Alvars Aalto og hið þekkta húsbúnaðarfyrirtæki Iittala.

Það er augljóslega mikill fengur af komu þessara fyrirtækja því þau eru meðal allraþekktustu og um leið stærstu fyrirtækja á sínu sviði á Norðurlöndunum og víðar.

Ekkí síður er gaman að þessi leiðandi fyrlrtæki boði komu sína einmitt í ár þegar Helsinki er hönnunarhöfuðborg heimsins (World Design Capital) og HönnunarMars svokallaður satilite viðburður í dagskrá WDCHelsinki 2012. Af því tilefni hefur verið efnt til mikils samstarf á sviði hönnunar á milli landanna.

Kaupstefnan fer þannig fram að hönnuðum er boðið að senda inn lýsingu á vöru eða hugmynd. Hönnunarmiðstöð tekur gögnin saman og sendir öllum þeim kaupendum sem koma til landsins til að taka þátt í verkefninu. Þeir velja svo hverja þeir vilja hitta meðan á dvöl þeirra stendur.

Á þeim tveimur árum sem DesignMatch kaupstefnan hefur verið haldin hefur fjöldi hönnuða kynnt hönnun sína fyrir norrænum fyrirtækjum og íslensk hönnun og framleiðsla komist í dreifingu og framleiðslu þeirra í kjölfarið.

Hönnunarmiðstöð hefur nú opnað fyrir innsendingar til verkefnisins en fresturinn rennur út 15. febrúar. Nánari upplýsingar um innsendingar er að finna hér.

HönnunarMars verður haldinn fjórða árið í röð dagana 22. - 25. mars.
















Yfirlit



eldri fréttir