Sveitarfélagið Vesturbyggð óskar eftir tilboðum í gerð deiliskipulags Látrabjargarsvæðisins. Skipulagsforsögnin er aðgengileg á heimasíðu Vesturbyggðar
www.vesturbyggd.is . Í tilboði skal m.a. koma fram nöfn þeirra sem vinna munu verkið, menntun þeirra og starfsreynsla, á hvern hátt tilboðsgjafar ráðgera að skila verkefninu, tímagjald þeirra sem að verkefninu munu vinna, heildarkostnaður við verkið og hvenær því verði skilað. Gerð er krafa um að ráðgjafi hafi að lágmarki háskólamenntun í landslagsarkitektúr, arkitektúr eða skipulagsfræðum en geti að auki sýnt fram á reynslu og réttindi til að vinna skipulag skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðgjafi skal sýna fram á færni í framsetningu teikninga og myndefnis og hæfileika í mannlegum samskiptum. Umsóknir verða metnar bæði með tilliti til tilboðs en ekki síður með tilliti til hæfis umsækjenda s.s. gæða fyrri verka. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.
Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri Vesturbyggðar, Ásthildur Sturludóttir,
asthildur@vesturbyggd.is s. 450-2300.