Vetrarhátíð verður haldin dagana 9. – 12. febrúar 2012 frá fimmtudegi til sunnudags. Lýsir hún upp mesta skammdegið með viðburðum og uppákomum af ýmsu tagi, stórum sem smáum, og gefur borgarbúum og gestum tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sér að kostnaðarlausu.
Víða leynast sóknarfæri til þess að efla framgang hátíðarinnar. Allt frumkvæði er vel þegið og því leitum við til þín eftir atriðum í almenna dagskrá hátíðarinnar.
Þema ársins 2012 er magnað myrkur en gaman væri ef þemað myndi speglast í hinum ýmsu viðburðum hátíðarinnar, þó það sé alls ekki skilyrði til þátttöku, við tökum vel á móti öllum tillögum.
Hátíðin verður sett fimmtudaginn 9. febrúar með opnunaratriði hátíðarinnar en í kjölfarið munu fara fram ýmsir viðburðir í miðborginni í almennri dagskrá sem stendur yfir til sunnudags.
Föstudaginn 10. febrúar verður safnanótt haldin í áttunda sinn en fjörutíu og þrjú söfn hafa skráð sig til þátttöku og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Söfnin hafa á undanförnum árum lagt mikinn metnað í fjölbreytta dagskrá sem gestir á öllum aldri hafa notið fram undir miðnætti. Sérstakur safnanæturstrætó gengur á milli safnanna og auðveldar gestum að heimsækja fjölmörg söfn á einu kvöldi.
Annar fastur liður er Heimsdagur Barna. Á Heimsdeginum fá börn og unglingar tækifæri til að kynna sér menningu frá framandi heimsálfum í fjölbreyttum listsmiðjum. Umfangsmikil dagskrá er í boði enda markmiðið að bjóða upp á sem fjölbreyttasta kynningu á heimsmenningunni. Heimsdagurinn verður að venju haldinn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og Félagsmiðstöðinni Miðbergi.
Árið 2012 verður í fyrsta skipti haldin sérstök sundlauganótt á Vetrarhátíð en á laugardeginum 12. febrúar munu ýmiskonar listviðburðir fara fram í sundlaugum borgarinnar.
Það er von okkar að Vetrarhátíð 2012 verði glæsileg, óvænt og spennandi hátíð fyrir alla borgarbúa og gesti höfuðborgarinnar og að sem flestir finni í dagskránni eitthvað sem vekur áhuga þeirra.
Það er von okkar að hátíðin mæti til leiks á sem flestum stöðum í borginni – í skólum, í leikskólum, í söfnum, í sundlaugum, opinberum stofnunum, í skólum, kirkjum, á götum úti og á útivistarsvæðum borgarinnar svo eitthvað sé nefnt
Vinsamlegast sendið hugmyndir og dagskráratriði á Höfuðborgarstofu, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Birgir Halldórsson og Karen María Jónsdóttir í síma 690-1500 og á
gudmundur.birgir.halldorsson@reykjavik.is ,
karen.maria.jonsdottir@reykjavik.is