Fjölmargar jólavættir eru í íslenskri sagnahefð. Jólasveinarnir þrettán, synir tröllahjónanna Grýlu og Leppalúða eru hluti þeirra. Þau búa uppi í fjöllum en koma til byggða síðustu þrettán daga fyrir jól og gera fólki allskonar óskunda.
Leitin að Jólavættunum - Ratleikur og Jólapotturinn 2011
Sjö jólavættir hafa komið sér fyrir víðsvegar í miðborginni og í Laugardalnum. Hver jólavætt á sitt tiltekna svæði þar sem henni er hampað og kemur í ljós þegar er dimmt. Leitaðu að þessum undarlegu verum og svaraðu spurningunum um þær á jólakortinu á
vefsíðu Höfuðborgarstofu. Skilaðu niðurstöðunum í Jólapottinn 2011 fyrir 24. desember og þá átt þú möguleika á vinningi.
Um Jólavætti Reykjavíkur
Jólavættir Reykjavíkur er yfirskrift jólaborgarinnar Reykjavík 2011. Hugmyndin er að upphefja íslenska sagnahefð og tengja íbúa borgarinnar við gesti hennar í gegnum samtöl og sögur. Meginmarkmið verkefnisins er að skapa áhrifaríka og skemmtilega jólaupplifun í borginni. Á
vefsíðu Höfuðborgarstofu má finna skemmtilegt efni tengt verkefninu sem öllum er frjálst að nýta og dreifa að vild.
Verkefnið er hönnun
HAF by Hafsteinn Júlíusson og myndskreytingarnar eru eftir Gunnar Karlsson
Jólavættirnir á facebook