Fréttir

7.12.2011

Pælingar um traust



Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar býður, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, til hádegisfunda á fimmtudögum í salarkynnum sviðsins á 7. hæð Höfðatorgi. Mun sviðið jafnframt bjóða fundarmönnum léttar hádegisveitingar.

Minnum á fundinn í hádeginu fimmtudaginn 8. desember sem hefst STUNDVÍSLEGA klukkan 12. Kristín Gunnarsdóttir, hönnuður og verkefnastjóri í Hönnunarmiðstöð Íslands mun flytja pælingu sína um traust.

Fundartími: Fimmtudagur 8. desember kl.12-13
Fundarstaður: Vindheimar á 7. hæð Höfðatorgi, Borgartúni 12-14.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Hugleiðingar - spjall - léttar veitingar.
















Yfirlit



eldri fréttir