Fréttir

13.11.2011

Íslensk matarhönnun

Út var að koma glæsileg bók um matarmenningu samtímans frá bókaforlaginu Gestalten í Þýskalandi. Bókin ber titilinn DELICATE, New Food Culture.

Í bókinni er meðal annars þremur íslenskum matarhönnunarverkefnum gerð skil: Skyrkonfektinu frá Erpstöðum sem er hluti af verkefni Listaháskóla Íslands: Stefnumót Hönnuða og Bænda, Súkkulaðieldfjöllum Brynhildar Pálsdóttur sem unnin eru í samvinnu við Hafliða Ragnarsson súkkulaðimeistara og Leirpotturinn samstarfsverkefni Leirverksmiðjunnar Leir 7: Sigríður Erla Guðmundsdóttir og Hönnunarfyrirtækisins Borðið: Brynhildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir.

Li Edelkoort birti einnig fréttir af skyrkonfektinu á bloggi sínu en hún er einn helsti spámaður um strauma og stefnur í hönnunarmálum í heiminum. http://www.facebook.com/pages/Trendtablet-by-lidewij-edelkoort/146897728689726

 
 

Skyrkonfektið fæst meðal annars í Sparki við Klapparstíg, Vínberinu við Laugaveg og versluninni Kraum í Aðalstræti. Leirpotturinn fæst í Kokku við Laugaveg og Súkkulaði eldfjöllin í Mosfellsbakaríi og Vínberinu. Bókin DELICATE fæst í Sparki við Klapparstíg.

Til frekari fróðleiks má sjá hér fréttatilkynningu (frá því á HönnunarMars) um skyrkonfektið.
















Yfirlit



eldri fréttir