ÁRATUGUR AF TÍSKU | Afmælissýning Fatahönnunarfélags Íslands -
SÍÐASTA SÝNINGARHELGI
Í tilefni af afmælissýningu Fatahönnunarfélags Íslands ÁRATUGUR AF TÍSKU verður efnt til stefnumóts við fatahönnuðinn Sonju Bent, laugardaginn 12. nóvember kl. 14 í Gerðarsafni. Þar gefst gestum kostur að fræðast um störf hennar og fá innsýn inn í heim fatahönnuðarins.
Sonja Bent útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2008. Sama ár stofnaði hún sitt eigið merki, Sonja Bent. Sonja hefur tekið þátt í fjölda sýninga m.a. á tískuvikunni í Kaupmannahöfn, Prêt à Porter í París, ásamt því að taka þátt í Reykjavík Fashion Festival frá upphafi. Sonja vinnur mikið með prjónaefni og er þekkt fyrir nútímalegar prjónapeysur fyrir herra og dömur. Nýlega hóf hún að hanna peysur fyrir börn.
Hönnun hennar er seld m.a. í Helsinki, París og New York. Á Íslandi má sjá hönnun Sonju Bent í Kirsuberjatrénu og Ígló.
www.sonjabent.com