Fréttir

6.11.2011

Ráðstefna og sýning | Hönnun í útflutning





Anders Fanø, Dansk Design Center



Thomas Harrit, Harrit-Sørensen ApS


Ráðstefna og sýning í tengslum við verkefnið Hönnun í útflutning verður haldin í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 9. nóvember nk. kl. 9:30-13:30.

Rannsóknir sýna ótvírætt að hönnun hefur jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja, markaðshlutdeild og samkeppnishæfni. Á ráðstefnunni mun Anders Fanö frá Dansk Design Center, fjallar um reynslu DDC af þeirri verðmætasköpun sem felst í samstarfi hönnuða og fyrirtækja auk þess sem Thomas Harrit frá hinni margverðlaunuðu hönnunarstofu Harrit-Sörensen ApS segir frá árangursríkum verkefnum fyrirtækisins.

Dagskrá:

Fundarstjóri : Sigurður Þorsteinsson hönnuður, Design Group Italia

9:45-10:30 | Why do Businesses Need Design?
Anders Fanö, verkefnastjóri hönnunar og nýsköpunar hjá Dansk Design Center, fjallar um reynslu DDC af því að vinna með fyrirtækjum í útflutningi

10:30-11:15 | Humanfactor Based Design
Thomas Harrit, annar eigandi hönnunarstofunnar Harrit-Sörensen ApS., fjallar um aðferða- og hugmyndafræði fyrirtækisins í hönnun og kynnir árangursrík verkefni. Harrit-Sörensen ApS. hefur unnið til þriggja hönnunarverðlauna árið 2011 (Red Dot, Medical Design Excellence Award (MDEA) og Danish Product Award - Engineering Weekly.

11:15-12:00 | Afrakstur verkefnisins Hönnun í útflutning kynntur
Markmið verkefnisins Hönnun í útflutning er að leiða saman hönnuði og fyrirtæki í samvinnu um hönnun og framleiðslu á útflutningsvörum. Þátttakendur í verkefninu fengu framlag að upphæð 500.000 kr. til að standa straum af hönnunarkostnaði, gegn a.m.k. jafnháu mótframlagi fyrirtækisins. Fyrirtækin sem tóku þátt í verkefninu eru Amivox, Foss distillery ehf., Glófi, Matorka, Raven Design, Saga Medica, Sif Cosmetics og Triton.

12:00-13:30 | Hádegisverður/ sýning frumgerða

Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000

Nánari upplýsingar veita Björn H. Reynisson verkefnisstjóri, bjorn@islandsstofa.is og Hermann Ottósson forstöðumaður, hermann@islandsstofa.is.

Hönnun í útflutning er samstarfsverkefni Íslandsstofu, Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Samtaka iðnaðarsins.
















Yfirlit



eldri fréttir