Sýning á nýrri hönnun Péturs B. Lútherssonar opnar í Kraum fimmtudaginn 3. nóvember kl. 17. Sýningin stendur til 14. nóvember.
Pétur B. Lúthersson er húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt. Hann hefur árum saman fengist við hönnun nytjahluta, aðallega húsgagna og lampa.
Margir hönnunargripir hans eru vel þekktir og eru í notkun um allt land og víða erlendis.
Þekktastur er sennilega STACCO stóllinn sem hefur verið á markaði í yfir 30 ár og hefur verið seldur í yfir 200.000 eintökum. STACCO var framleiddur á framleiðsluleyfi hjá LABOFA A/S í Danmörku um 10 ára skeið.
Margir þeklkja TABELLA stofnana og skrifstofuhúsgögnin sem enn eru víða í notkun og voru framleidd af Gamla Kompaníinu. Þekktir eru líka sófarnir TILDRA sem framleiddir eru í Slóvakíu og eru einkar vinsælir hér á landi.
Pétur hefur starfað fyrir mörg erlend fyrirtæki og hefur hönnun hans farið víða í Evrópu og Bandaríkjunum og hefur hann hlotið margar hönnunarviðurkenningar fyrir hönnun sína.
pbldesign.com
www.kraum.is