Fréttir

25.10.2011

Viðurkenning | Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður

 
 
 
Fatahönnuðurinn Sigrún Halla Unnarsdóttir í hópi 25 efnilegustu nýútskrifaðra fatahönnuða í heiminum.

Hin nýstofnaða vefsíða MUUSE.com bauð nýverið Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur, fatahönnuði að selja hluta útskriftarlínu sinnar hjá sér. MUUSE.com er, eins og áður sagði, ný heimasíða með nýrri nálgun á sölu fatnaðar í tískuheiminum. MUUSE býður 25 efnilegustu nýútskrifuðu fatahönnuðum í heiminum að selja og framleiða fötin hjá sér. Það sem gerir viðskiptamódel MUUSE sérstakt er að engar flíkur eru framleiddar fyrr en lögð hefur verið inn pöntun fyrir þeim á heimasíðunni. Það minnkar fjárhagslega áhættu fyrirtækisins og engin fjárhagsleg áhætta er á herðum fatahönnuðarins. Flíkurnar eru saumaðar á saumastofu fyrirtækisins í Kaupmannahöfn og eru síðan seldar í nafni hönnuðarins en undir formerkjum MUUSE.

Sigrún Halla útskrifaðist með mastersgráðu í fatahönnun frá Kolding school of design í sumar og hefur útskriftarlína hennar vakið mikla athygli. Hún sýndi línuna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í Ágúst síðastliðnum og fékk í kjölfarið mikla athylgi fjölmiðla um heim allan. Birst hafa umfjallanir og viðtöl við hana m.a. á dazeddigital, heimasíðu dazed and confused, Costume, Jyllands Posten ásamt fjöldanum öllum af tískubloggum. Sigrúnu var síðan boðið að taka þátt í samkeppni hjá stóru alþjóðlegu tískufyrirtæki en ekki má greina meira frá því að svo stöddu því afrakstrinum verður sjónvarpað í Evrópu í janúar.

Sigrún vinnur nú að nýrri fatalínu sem verður til sölu á MUUSE.com.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Halla Unnarsdóttir.
Sími 867-3970
sigrununnarsdottir@gmail.com
















Yfirlit



eldri fréttir