Fréttir

21.10.2011

Námskeið | Reykjavík Runway



REYKJAVIK RUNWAY býður upp á námskeið þar sem aðaláherslan verður lögð á uppbyggingu og heildarsýn viðskiptahugmyndarinnar sem og framkvæmdaáætlun fyrir 2012.

Námskeiðið verður í Rope Yoga setrinu í Listhúsinu Laugardal og nær yfir fimm mánudagskvöld að kynningarkvöldinu meðtöldu og er það frá kl. 20.20 til kl. 22.02. Verð 14.900 kr.

DAGSKRÁ

24. október: Kynning á námskeiðinu - viðskiptahugmyndin rædd og verkefni lagt fyrir til undirbúnings.

31. október: Hugmyndateygja
  • Leiðtoginn - Guðni Gunnarsson, stofnandi Rope Yoga
  • Áttavitinn - Hrund Gunnsteinsdóttir, Krád Consulting
  • Hugmynda Canvas - Kristján Kristjánsson, Innovit og
  • Ingibjörg Gréta, Reykjavik Runway

Þátttakendur vinna í hugmyndinni, ástríðunni og hvert það leiðir. Undirbúningsvinna fyrir viðskiptaáætlunina.

7. nóvember: HHHH eða Hvað, hvernig, hvers vegna, hvenær??
  • Ástríðan - Rúna Magnúsdóttir, BrandIT
  • Úr hugmynd í tekjur - Brynhildur og Svava, Hagsýn Viðskiptaáætlun
  • Ingibjörg Gréta, Reykjavik Runway

Þátttakendur vinna að viðskipta- og tekjulíkani, framtiðarsýn og markmiðum

14. nóvember: Innrásin Markaðsmál á mannamáli
Þóranna K. Jónsdóttir, Markaðsþjálfi og ráðgjafi
Do's and Don'ts in PR - Paula Gould, PR sérfræðingur
Verkefnastjórnun - Ingibjörg Gréta, Reykjavik Runway

Markaður, markhópur, aðgreining, mörkun (e.branding) og P-in fjögur Þátttakendur vinna að stefnumótun og markaðsmálum.

21. nóvember: Markmið 2012
Ný á markaði - Signý og Helga, Tulipop
Sölusýningar, reynslusaga - Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Bility
Reynsla/ráð - leynigestur
Tími og framkvæmd 2012 - Ingibjörg Gréta, Reykjavik Runway

Þátttakendur vinna að skipulagi og uppsetningu verkefna ársins 2012.

Námskeiðið er ætlað til að fara yfir hugmyndina, viðskiptaáætlunina, markaðsmálin og markmiðin þannig að heildarsýn og verkefni liggi fyrir. Frumkvöðlar fá vinnuhandbók og eiga að hafa unnið framkvæmdaáætlun fyrir árið 2012 hið minnsta. Farið verður einnig yfir frumkvöðlaumhverfið og flest það sem er í boði í stuðningsumhverfi þess.

Frekari upplýsingar veitir Ingibjörg Gréta hjá Reykjavik Runway á netfanginu: igg@reykjavikrunway.com
















Yfirlit



eldri fréttir