Ásdís Jóelsdóttir flytur fyrirlestur um sögu fatagerðar og fatahönnunar
hérlendis í Listasafni Kópavogs-Gerðarsafni nk. laugardag 22. október
kl.14:00
Ásdís hefur kennt og þróað nám í fata- og textílhönnun og hönnunarsögu í fjöldamörg ár, m.a. við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Einnig hefur hún þýtt bækurnar Snið og sniðteikning fyrir kven- og herrafatnað og frumsamið bækurnar Tíska aldanna frá Egyptum til loka 20. aldar og Sögu fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi sem byggð er á meistararitgerð hennar í mennta- og menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Fyrir jólin 2011 kemur út kennslubók sem ber titilinn Fatasaumur frá A til Ö. Bókin er frumsamin af Ásdísi auk þess sem hún handteiknar allar leiðbeiningamyndir.
Í fyrirlestrinum, sem er hluti af röð viðburða tengdum sýningunni Áratugur af tísku sem haldin er í tilefni af 10 ára afmæli Fatahönnunarfélags Íslands, verður farið á myndrænan hátt yfir þróun fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi frá lokum 19. aldar til byrjun 21. aldar. Fyrirlesturinn er haldinn eins og áður hefur komið fram í Gerðasafni.
Allir eru velkomnir.
gerdarsafn.is