Fréttir

6.10.2011

Tækifæri fyrir hönnuði í Kína




Íslandsstofa kynnir möguleg tækifæri fyrir íslenska hönnuði til samstarfs við framleiðendur í Ningxia héraði í Kína miðvikudaginn 12. október nk. kl. 9-10.

Á kynningunni mun Steinunn Sigurðardóttir hönnuður segja frá heimsókn sem hún fór í til Ningxia héraðs í maí s.l., ásamt Hafliða Sævarssyni, menningar- og viðskiptafulltrúa utanríkisráðuneytisins.
Ferðin var samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu og var farin til að kanna mögulega samstarfsfleti íslenskra hönnuða og kasmír framleiðenda á svæðinu. Í ferðinni heimsótti Steinunn fjölda prjónaverksmiðja, sem og aðra fataframleiðendur.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Íslandsstofu, Borgartúni 35, 6. hæð.

Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000

Nánari upplýsingar veita Brynja B. Bjarkadóttir, brynja@islandsstofa.is og
Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is


















Yfirlit



eldri fréttir