Verðlaunaafhending í hönnunarsamkeppni Icelandair fer fram á Icelandair
Hótel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir) föstudaginn 4. nóvember
kl. 12.30.
Á sama tíma verða allar innsendingar í keppnina til sýnis.
Icelandair og Hönnunarmiðstöð stóðu fyrir keppni á hönnun nýrra
matarumbúða fyrir Icelandair.
Dómnefnd:
Einar Örn Steindórsson, Creative director hjá Íslensku auglýsingastofunni
Rannveig Eir Einarsdóttir, Director in-flight Safety & Service hjá Icelandair
Sigríður Sigurjónsdóttir, vöruhönnuður
Snæfríð Þorsteins, grafískur hönnuður
Garðar Eyjólfsson, konsept hönnuður
Allar nánari upplýsingar um keppnina er að finna hér.