Fréttir

27.9.2011

Námstefna | Pia Holm textílhönnuður

Þann 7. október nk. standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu, með finnska hönnuðinum Píu Holm. Pía hannar mynstur í textíl og nefnir hún námsstefnuna NATURALLY HAPPY PATTERNS eða Náttúrulega hamingjusöm mynstur.

Námsstefnan er haldin í tengslum við kynningu Hönnunarsafns Íslands á verkum Píu Holm í október og nóvember. Pía hefur m.a hannað fyrir Marimekko í Finnlandi, þekkt hönnunarfyrirtæki í Svíþjóð og undir eigin merki happydesign.fi Námsstefnan er ætluð fagfólki og nemum í hönnun. 7. október hefst kynning í Hönnunarsafni Íslands á verkum hennar sem stendur fram í nóvember.

UM HÖNNUÐINN:

Pía er sjálfstætt starfandi hönnuður, myndskreytir (illustrator) og áhugamaður um garðrækt. Hún býr nú á eyju undan ströndum suður Finnlands. Pía er með meistaragráðu frá University of Art and Design í Helsinki. Hún hefur stundað nám við Gerrit Rietvald Academie í Amsterdam og HDK Högskolan för Design och Konsthantverk í Gautaborg. Verk hennar hafa birst víða m.a. í þekktum tímaritum sem fjalla um hönnun.

Verkefnisstjóri námsstefnunnar er Árdís Olgeirsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi í Garðabæ.
ATH. Námsstefnan fer fram á ensku.
Takmarkaður fjöldi, 25 manns.
Námsstefnugjald: 6000 kr Innifalið er: Allt efni, kaffi og hressing.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með skráningu á: ardisol@gardabaer.is

Dagskrá námsstefnunnar

Föstudagur 7. október frá kl: 8:30-16. Fyrirlestur og vinnusmiðja.
Fyrir hádegi:
Spjall hönnuðar: Pía heldur fyrirlestur um finnska textílhönnun og fer með þátttakendur í sjónrænan leiðangur þar sem skoðað verður mynstur og prent innblásið af hugmyndum úr náttúrunni og frá ýmsum heimshornum. Sérstök áhersla verður lögð á verk Píu, myndskreytingar, áprentuð efni, aðferðir hennar og hugmyndavinnu.
Eftir hádegi:
Vinnusmiðja: Rannsóknir og tilraunir með form og mynstur. Hér gefst þátttakendum tækifæri til að hanna eigin mynstur og prenta og vinna á faglegan hátt með þessum skemmtilega hönnuði. Í lok dags fær hver og einn þátttakandi ráðleggingar út frá þeim hugmyndum sem þeir leggja fram.

Staðsetning: Hönnunarsafn Íslands á Garðatorgi
Tími: föstudagur 7. október, frá kl. 8:30 -16.

















Yfirlit



eldri fréttir