Fréttir

19.9.2011

Fyrirlestur | Yurko Gutsulyak

Hönnuðurinn Yurko Gutsulyak heldur fyrirlestur í Opna listaháskólanum föstudaginn 23. september kl.12:05, Skipholti 1, stofu 113

Grafíski hönnuðurinn Yurko Gutsulyak er fæddur 1979 í vestur Úkraínu. Hann útskrifaðist sem sérfræðingur í markaðssetningu og stjórnun frá Technological University of Podillia (Khmelnitsky). Yurko byrjaði að vinna sem markaðssérfræðingur árið 2000 en ári síða flutti hann til Kyiv og hóf hönnunarferil sinn. Í fyrstu vann hann á nokkrum auglýsinga- og hönnunarstofum en árið 2005 stofnaði hann sína eigin stofu - Graphic design studio by Yurko Gutsulyak. Í fyrirlestrinum mun hann stikla á stóru um hönnun sína í Úkraínu og dagatalahönnun sem fært hafa honum fjölda verðlauna og viðurkenninga.

Yurko er hér á landi vegna leturráðstefnunnar Atypi sem fram fór í Hörpu síðustu helgi og er það mikill fengur fyrir Opna listaháskólann að fá hann til að vera með fyrirlestur.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

 
















Yfirlit



eldri fréttir